Ef þú getur ekki gert það sem þú gerir, gerðu þá það sem þú getur.

Við breyttar aðstæður geta allir lent í því að geta allt í einu ekki gert það sem þeir fást venjulega við. Þetta á við um okkur öll, sama hvaða starfsstéttum við erum í. Við þessar aðstæður getur líka komið í ljós hversu úrræðasöm við erum, og hvaða innri manneskju við höfum að geyma.

Gott dæmi um þetta er rokkarinn Jon Bon Jovi sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Bon Jovi og gerði all nokkur lög heimsfræg sem margir kannast við, t.d. Living on a Prayer, It’s my life og I’ll be there for you til að nefna nokkur. Árið 2006 stofnaði þessi ástsæli söngvari sérstaka veitingastaða-keðju, JBJ Soul Kitchen, sem hefur það megin markmið að bjóða upp á ókeypis mat til heimilislausra og annarra sem á þurfa að halda. Allir réttir eru ókeypis en hægt er að veita frjáls framlög til að styðja við þetta dýrmæta framtak.

Eins og annars staðar í heiminum um þessar mundir (mars-apríl 2020) er hefur allt legið undir miklum takmörkunum og eðlilega verið mikið um forföll af ýmsum ástæðum, en það breytir ekki neyðinni hjá þeim sem áður voru í vanda með fæði o.fl.

Okkar maður, Jon Bon Jovi, rokkstjarnan sjálf, skellti sér því í uppvaskið á einum veitingastaðanna þegar kom í ljós að vantaði aðstoð, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hér er einnig slóðin á Instagram síðu JBJ Soul Kitchen.

Þetta hefur nú þegar vakið góða athygli á heimsvísu og setur gott fordæmi fyrir aðrar stórstjörnur að láta gott af sér leiða, en ekki síst góð hvatning fyrir manns eigin úrræðasemi, að þó svo maður geti ekki unnið sína venjulegu vinnu, þá er samt alltaf eitthvað sem maður getur gert, hvort sem innan eða utan heimilisins eða vinnustaðarins.

Hvað getur þú gert?

Um höfund

Hjalti Freyr KristinssonICF markþjálfi, heilsunuddari, dáleiðslutæknir (Dip.CH.), kerfisfræðingur og leiðbeinandi í hugleiðslu.
"Ég hef lengi lagt stund á hugleiðslu og ýmsar aðferðir til að auka næmni, skynjun og ýmis konar sjálfseflingu. Lærði nudd í Nuddskóla Íslands '99-2000 og lagt áherslur á heildræna nálgun (djúpslökun, orkujöfnun, sjálfseflingu/heilun o.fl.) í því síðan þá, með öðru. Ég byrjaði að kenna hugleiðslu árið 2003 eftir að hafa lært og stundað Silva Ultramind fræðin, en hef svo í kjölfarið ástundað og tileinkað mér aðferðafræðina sem kennd er hjá Higher Balance Institute og fundið farveg fyrir það inn í áframhaldandi kennslu, leiðbeinslu og í mínu eigin ferðalagi í vakningu sjálfsvitundar. Með nánari lærdóm í dáleiðslu aðhylltist ég mjög aðferðir til að tengjast djúpt inn á við og æðra sjálfi og þá sérstaklega Yagerian og QHHT aðferðina. Til að setja svo punktinn yfir i-ið, þá er fór ég í gegnum formlega ICF vottaða þjálfun sem markþjálfi, og hef nú einnig lokið framhaldsnámi í því (Advanced Coaching Training). Minn helsti fókus er að auðvelda fólki að uppgötva sinn eigin kraft og sjálfsvitund og efla það til næstu skrefa í ferðalagi þess um lífið. Að efla ljós hvers og eins."

Sjá nánar: ljoseind.is
Ýmis konar tækni- og vefaðstoð