Frelsi undan skoðunum annarra

Á meðan við sýnum öðru fólki tillitsemi og virðingu þá er leyfilegt að vera alveg eins og manni langar. Við höfum rétt á því að vera og gera allt sem okkur dettur í hug. Við megum vera alveg eins og við erum, okkur má langa allt sem okkur langar, og allar tilfinningar eiga rétt á sér.

Frjáls undan skoðunum annarra.
Það er mikilvægt að frelsa sig alfarið undan skoðunum annarra. Allir hafa skoðanir á öllu. Ef að við erum að eltast við að reyna að þóknast öðrum, gleymum við að þóknast okkur sjálfum. En það ætti að vera okkar höfuð markmið. Ef að við erum sjálf ekki hamingjusöm getum við aldrei gert annan hamingjusaman. Ræktum okkar eigin garð fyrst og fremst. Verum og gerum það sem veitir okkur mesta lífsfyllingu.

Losum okkur við alla skömm.
Það er gríðarlega algengt að fólk hefur í sér skömm í einhverju formi þ.e.a.s. það skammast sín fyrir eitthvað í eigin fari. Þessi skömm getur dregið fólk niður og haldið aftur að því að það geti skaðað sér það líf sem það vill. Skömmin er orkuþjófur, og í staðinn fyrir að gera það sem þarf að gera til að upplifa vellgegngi og hamingju, fer fólk í flótta og leitar í sjónvarp, tölvur, mat, áfengi o.s.frv. til þess að forðast að horfast í augu við skömmina. Þetta verður að vítahring þar sem að slík niðurrífandi misnotkun veldur því að fólk upplifir enn meiri skömm.

Elskaðu sjálfan þig skilyrðislaust.
Sannleikurinn er sá að við höfum í raun ekkert að skammast okkur fyrir. Við erum öll yndilega mannleg og ófullkomin. Allar tilfinningar og langanir eiga rétt á sér. Við þurfum að fyrirgefa okkur sjálfum allan ófullkomleikan og elska okkur sjálf alveg eins og við erum. Við þurfum að gera þetta áður en við getum breytt okkur á einhvern hátt. Grundvöllur allra breytinga á lífsstíl og sjálfsmynd er að fyrirgefa sjálfum sér allt, og elska sjálfan sig skilyrðislaust alveg eins og maður er.
Þegar við höfum gert þetta getum við svo mótað sjálfímynd okkar eins og okkur hentar. Hvernig viltu vera? Hvernig lífi viltu lifa?

Stattu grjótharður með sjálfum þér.
Þegar þú hefur svo ákveðið hvert þú stefnir og hvernig manneskju þú vilt geyma, er mikilvægt að standa grjótharður með sjálfum sér. Enginn annar ákveður hver þín sjálfsmynd á að vera. Þú þarft alltaf að bakka sjálfan þig upp. Allt í góðu að hlusta á skoðanir annarra og meta svo hvort þú getur nýtt þær til að mynda þínar eigin skoðanir. En aldrei taka neitt sem bókstaflegum sannleika án þess að hlusta á hvað þitt innsæi segir. Þú veist best fyrir sjálfan þig.

Njótum þess að vera nákvæmlega eins og okkur langar.

Um höfund

Dr. Siggú
Dr. SiggúDoktor í matvælafræði, ICF heilsumarkþjálfi og heildrænn nuddari
“Ég hef komist að því að það er allt hægt, og þá meina ég ALLT. Ég hef sjálf áorkað ótrúlegum hlutum á ótrúlega stuttum tíma. Með ákveðnum hugsanahætti og venjum hefur mér tekist að ná öllum markmiðum sem ég hef sett mér í gegnum tíðina. En þegar einu markmiði er náð þá tekur annað við, og svo koll af kolli, þannig að þetta er í raun aldrei “búið”. Þannig hef ég komist að því hversu mikilvægt það er að njóta ferðalagsins. Og það er list að njóta, sem maður þarf að temja sér. Lífið er til þess að njóta og skapa, það er mitt mottó.”

Dr. Siggú, fullu nafni Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, lauk doktorsprófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Samhliða náminu starfaði Sigrún í Matís sem sérfræðingur og verkefnastjóri á Líftæknisviði í um 10 ár. Doktorsverkefni Sigrúnar fjallaði um lífvirka eiginleika vatnsrofinna fisk próteina og bóluþangs. Hún þróaði aðferð þar sem hún notaði andoxunareiginleika bóluþangsins til þess að hámarka gæði og lífvirkni próteinanna. Sigrún skrifaði einkaleyfa umsókn þar sem aðferðinni var lýst. Í kjölfarið var stofnað sérstakt Hugverkasvið á skrifstofu forstjóra og kostaði fyrirtækið Sigrúnu í mastersnám í lögræði í Háskólanum í Reykjavík. Hún kláraði fyrri ár námsins með ágætum árangri, en var svo sagt upp hjá Matís vegna fjárhagserfiðleika hjá fyrirtækinu. Sigrún ákvað að snúa sér alfarið að öðru og hóf nám í markþjálfun hjá Markþjálfasetrinu. Sigrún útskrifaðist sem ICF markþjálfi árið 2018. Þá hefur Sigrún góða reynslu í nuddi, og kynnt sér vel aðferðir dáleiðslu. Nú notar Sigrún sína þekkingu og reynslu til þess að hjálpa öðrum að öðlast það sem þeir vilja ná fram í sínu lífi, með sérstaka áherslu á lífsstíl og hugsanahátt. Sigrún hefur keppt tvisvar í fitness, og stefnir á að keppa áfram a.m.k. einu sinni á ári næstu árin.

Nánari upplýsingar og bókanir: DrSiggu.is