Hamingjuhormónin fjögur

Hamingju hormón myndast við efnaskipti í líkamanum sem hann framleiðir þegar við dönsum.

Hjartað slær þá aðeins hraðar og við gefum líkamanum það sem hann elskar; hreyfingu. Þá eru 30 mínútur nóg. JÁ aðeins 30 MÍNÚTUR!!!!

Það sem vekur gleði, fær þig til að brosa, njóta, hrífast, veitir þér sanna vellíðan, samkennd og fær þig til að langa til að gleðja einhvern eru hormón sem þú færð með því að dansa.

Við erum að tala um þessi fjögur hamingju-hormón:
– Oxýtósín, Dópamín, Serotónín og Endorfín –

Við erum fær um að búa þessi fjögur hamingju hormón til núna strax með dansi og þau kosta 0, kr… aðeins tíma okkar (og samveru í gegnum alnetið).
OXÝTÓSÍN er almennt þekkt sem ástar-hormón sem veitir líkama og sál jákvæðar tilfinningar eins og ánægju og nautn (pleasure).

Oxýtósín streymir um líkamann okkar þegar við upplifum náin tengsl við aðra, samhljóm, snertingu, knús og í miklum mæli í ástarleikjum og við kynferðislega fullnægingu.

DÓPAMÍN vekur hamingjuna, kærleikann, ástríðuna, hrifninguna yfir lífinu og er forsendan fyrir góðum svefni, öflugra minni, jákvæðri frjórri hugsun, einbeitingu og sköpun. * (Skortur á dópamíni veldur orkuleysi, áhugaleysi og depurð).

SEROTÓNÍN er forsendan fyrir því að okkur finnst við tilheyra en þetta hormón er nauðsynlegt fyrir góða skapið, æðruleysið, jafnvægið og sáttinni við sjálfið og lífið.
* (Skortur á serótónín veldur pirringi, ótta, einangrun, tómleika, svefnleysi, truflun á matarlist (cravings), skort á samkennd, ofsóknarhugmyndum (paranoja) og jafnvel siðblindu).

ENDORFÍN er náttúrulegt hormón eða öllu heldur ,,verkjalyf“ sem deyfir líkamann, vekur vellíðan og jafnvel sæluvímu þegar það er mikil streita og sársauki í líkamanum sbr. ,,runner’s high“ hjá marathon hlaupurum.

Njóttu þess að dansa. Núna.

Mynd: Michael Dam á Unsplash

Um höfund

Ellý Ármanns
Ellý ÁrmannsListamaður, einkaþjálfari, flotþerapisti & spákona
Spádómar, málverk, einkatímar og svo margt fleira - flæði og gleði - sjá Vellidan.com