Hvað er DMT öndunartækni?

DMT öndunartækni er kraftmikið verkfæri til sjálfsvinnu. Með þessari öndunartækni er mögulegt að fá líkamann til að fara inn í nokkurs konar draum ástand, með því að fá hann til að losa DMT sameindina út í líkamann. 

Hvað er DMT? 

DMT er skammstöfun fyrir sameindina Dimethyltryphtamín eða N-N-Dimethyltryphtamín. Sameindin er virka innihaldsefnið í Ayahuasca (lækningajurt (e. plant medicine)) frá Perú sem nýtur síaukinna vinsælda meðal þeirra sem eru leitandi. 

DMT er afar líkt Serótóníni (hamingjuhormón) í uppbyggingu. Talið er að DMT sé ástæða þess að okkur dreymir. Einnig veldur viðvera þess í kerfinu því að líkaminn losar út Serótónín.

Mögulegir ávinningar æfingarinnar eru m.a:

*Meiri lífsorka
*Auðveldara að dvelja í núinu
*Betri andleg líðan
*Aukinn skýrleiki
*Meiri meðvitund um sjálfið
*Efling innsæis
*Hamlandi hugsanamynstur, sjálfskaðandi hegðun og fíknimunstur koma betur í ljós

Við öndunina sjálfa losum við út koltvísýring sem er í líkamanum, en þetta gerir það að verkum að sýrustig líkamans hækkar og bólgusvar (e. inflammation) hans verður minna. Við getum fundið fyrir ýmiskonar einkennum: doða, náladofa, stífleika í fingrum, tám og andliti, vellíðan og auknum léttleika í lund. 

Æfingin samanstendur af vel virkri taktvissri öndun, inn á tveimur og út á fjórum (2:4) í 3 mínútur þar sem við beitum okkur fyrir því að fullnýta lungun. 

Að þremur mínútum liðnum drögum við djúpt inn andann, höldum andardrættinum inni og myndum þrýsting í kringum lungun í (gott að ímynda sér að lungun séu blaðra full af lofti sem við reynum að minnka) m.þ.a. beita þrýstingi að þeim úr öllum áttum, í um 10-20 sekúndur.

Því meiri þrýsting sem við beitum því áhrifaríkari verður æfingin. Hlusta þarf þó á líkamann og þeir sem þjást af hjarta- og æðasjúkdómum ættu að ráðfæra sig fyrst við lækni til öryggis.

Við þrýstinginn fáum við mænuvökvann sem situr við mænuna til að flytjast upp mænuna að heiladingli, við þetta losnar DMT út í kerfið.

Upplifunin getur verið ansi mögnuð. Þátttakendur hafa greint frá því að þeir fari í nokkurs konar draumástand, sjá mynstur og/eða heyra tónlist brotna niður í abstrakt hluta sína (líkast samansafni hljóðanna sem berast frá hljóðfærum sinfóníuleikara, meðan þeir stilla hljóðfærin sín fyrir tónleikana). Sumir fá lítillega kippi um líkamann, eins og þeir sem prófað hafa KAP (Kundalini Activation Process) hafa upplifað. Ástæðan fyrir því getur mögulega verið sú sama og gefin hefur verið fyrir kippunum meðan KAP er ástundað, að Kundalini orkan sem við höfum öll sé að losa um tregðu í orkulíkamanum. 

Sumir finna einungis fyrir því að sofa betur eftir ástundun, þetta á sérstaklega við um byrjendur í öndunaræfingum.

Þarft er að benda á að þessi öndunaræfing er mjög kraftmikil. Hún getur losað um áföll sem sitja í líkamanum og koma upp á yfirborðið. Þetta getur tekið á andlega og er gott að hafa rými til að vinna úr því sem kemur upp ef þörf krefur. Þessi æfing er fyrir þá sem treysta sér að fara djúpt.

Um höfund

Berglind Rúnarsdóttir
Berglind RúnarsdóttirJógakennari
"Ég er jógakennari með BS gráðu í matvælafræði, auk þess að vera SCUBA kafari og AIDA fríkafari. Ég hef ástundað jóga, hugleiðslu og öndunaræfingar í yfir 20 ár og snúast áhugamálin yfirleitt um að hámarka heilsu og vellíðan í eigin skinni, og að busla í vatni við hvert tækifæri.
Árið 2006 varði ég þremur mánuðum við köfun við strendur Thailands til að ná PADI köfunarmeistararéttindum (e. Dive Master). Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir mikilvægi stjórnaðrar öndunar. Ég leitast sífellt við að bæta við mig kunnáttu í ýmiskonar öndunartækni, t.a.m. Wim Hof, Buteyko, Soma o.fl."

Viltu bóka tíma í fyrirlestur eða einkatíma? Hafðu samband á brglndyoga@gmail.com