Hvað ertu að hugsa, einmitt núna?

Eins og hið algilda aðlöðunarlögmál (the law of attraction) segir, hvað sem við beinum hugsun okkar að fær sjálfkrafa meiri kraft, og það á þá við hvort sem það er eitthvað sem hugur okkar dvelur við í undirvitundinni eða eitthvað sem við erum að hugsa látlaust um dagsdaglega.

Ef þú nýtir kraft orkuflæðisins betur með því að hugsa jákvætt til alls í kringum þig, til þeirra sem angra þig, til þeirra aðstæðna sem þú forðast að lenda í, að þeim hlutum sem þú venjulega hefur áhyggjur af, þá er svo athyglisvert að yfirleitt byrja hlutir að breytast, til hins betra. Allt verður einhvern veginn auðveldara og ánægjulegra. Meira að segja þessi sérstaka manneskja sem alltaf virðist vera í öfugu skapi í kringum þig, hættir því, og byrjar að tala við þig af virðingu. Það hljómar eflaust ótrúlega, en jákvætt hugarfar getur raunverulega gert kraftaverk fyrir þá sem kunna að nýta sér það. Því miður er það venjulega öfugt. Ef við hugsum neikvætt um hlutina í kringum okkur getur það virkað eins og að hella olíu á eldinn. Allt verður ómögulegt eða erfiðara en það þarf að vera. Allt virðist vera á móti manni. Allir virðast leiðir, þreyttir eða pirraðir í kringum mann.

Endurtökum það sem tekið var fram áður; Hvað sem við beinum hugsun okkar að fær sjálfkrafa meiri kraft.  Þetta er alltaf í gildi, hvort sem við hugsum jákvætt eða neikvætt.  En af hverju að halda í það neikvæða? Af hverju virðast svo margir halda fast í fortíðina?  Okkar líf er NÚNA. Er það virkilega þess virði að eyða dýrmætum tíma af lífi okkar núna í eitthvað sem dregur úr okkur kraftinn og lífsgleðina, eða er að standa í vegi okkar fyrir heilbrigðu, gleðiríku og kærleiksríku lífi?  Hvað fáum við raunverulega út úr því að vera föst í hlekkjum fortíðar eða neikvæðum upplifunum?  Hvernig komumst við áfram í átt að því sem við stefnum að í lífinu ef við látum neikvæða hluti fylla hug okkar og hjörtu.  Væri það ekki heilsusamlegra og gleðiríkara að njóta tilverunnar og þess fallega sem lífið hefur upp á að bjóða?

Þrátt fyrir öll áföllin og erfiðleikana sem við hefur lent í á lífsleiðinni, þá er það líka reynslan og lærdómurinn sem situr eftir og gerir okkur að því sem við erum í dag. Við erum rík af reynslu og upplifunum og við erum þeim kostum gædd að geta deilt visku okkar áfram á þeim sviðum sem við erum búin að fá beina reynslu af sjálf, til hjálpar öðrum sem eru að ganga í gegnum svipaða hluti núna,  á sinni eigin leið í gegnum lifið.  Nýtum þekkingu okkar og reynslu til góðs og gerum það sem við getum til þess að gera veröldina betri, fyrir alla.

Allir skipta máli.

ÞÚ SKIPTIR MÁLI!

Höfundur

Hjalti Freyr Kristinsson
Hjalti Freyr Kristinsson
Markþjálfari IFC, dáleiðslutæknir Dip.CH., heilsunuddari FÍHN og kerfisfræðingur.
» Nánari upplýsingar og tímabókanir
  • 3 Posts
  • 0 Comments
Markþjálfari IFC, dáleiðslutæknir Dip.CH., heilsunuddari FÍHN og kerfisfræðingur. » Nánari upplýsingar og tímabókanir