Mikilvægi vatnsleysanlegra trefja til hreinsunar og fitulosunar

Vatnsleysanlegar trefjar eru mikilvægar til að hjálpa líkamanum að losa umframfitu og úrgangsefni frá efnaskiptaferlum líkamans. Þær bindast fitusýrum og hjálpa lifrinni að losa okkur við úrgangsefni, þar á meðal umframfitu sem við höfum ekki þörf fyrir. 

Fita er okkur mjög mikilvæg að mörgu leyti. Eitt af hlutverkum hennar er að bindast úrgangsefnum frá efnaskiptaferlum líkamans. Þetta er mikilvægur hluti af hreinsunarferli líkamans og á það sér stað í lifur okkar.

Hlutverk lifrarinnar er að losa líkamann við úrgangsefni. Það gerir hún með því að taka til sín öll eiturefni, hormóna og önnur úrgangsefni úr efnaskiptaferlum líkamans og binda þau fitusýrum. Þar koma vatnsleysanlegu trefjarnar að, en í lifrinni bindast þær þessum fitusýrum og flytja þær með sér út úr líkamanum. Þannig hjálpa vatnsleysanlegar trefjar til við að hreinsa líkamann og losa okkur við bæði úrgangsefni og umframfitu sem við höfum ekki þörf fyrir.

Getum við því losað okkur við umframfitu, og hreinsað líkamann, einfaldlega með því að tryggja nægilega mikið af vatnsleysanlegum trefjum í mataræðinu.

Hvar eru vatnsleysanlegar trefjar að finna?

Allar baunir innihalda vatnsleysanlegar trefjar, svartar baunir hvað mest. Önnur matvæli sem innihalda mikið magn vatnsleysanlegra trefja eru t.d: linsubaunir, chia fræ, hörfræ, bygg og hafrar. Þetta er einfalt að skoða í gagnabönkum opinberra ríkisstofnanna, þ.á.m Food Data Central.

Vatnsleysanlegar sem óvatnsleysanlegar trefjar eru einungis að finna í jurtaafurðum.

Best er að neyta matvæla sem innihalda vatnsleysanlegar trefjar með fitulitlum mat, til þess að trufla ekki bindingu þeirra við þá umframfituna sem bíður eftir að bindast þeim í lifrinni. Einfalt og árangursríkt er að neyta vatnsleysanlegra trefja í duftformi, t.d. Psyllium Husk. Gott er að byrja daginn á einu glasi af þessum trefjum, ásamt nægu vatni (fylgið leiðbeiningunum) í morgunsárið fyrir morgunmat, en þá er lifrin tilbúin með úrgangsefni bundin umframfitu til losunar úr líkamanum. Þeir sem stunda tímabundnar föstur (e. Intermittent fasting) geta einnig slegið á hungrið með vatnsglasi blönduðu Psyllium Husk, þar sem það er mjög seðjandi. 

Neysla á vatnsleysanlegum trefjum geta því stuðlað að heilbrigðari lífsstíl.

Um höfund

Berglind Rúnarsdóttir
Berglind RúnarsdóttirJógakennari
"Ég er jógakennari með BS gráðu í matvælafræði, auk þess að vera SCUBA kafari og AIDA fríkafari. Ég hef ástundað jóga, hugleiðslu og öndunaræfingar í yfir 20 ár og snúast áhugamálin yfirleitt um að hámarka heilsu og vellíðan í eigin skinni, og að busla í vatni við hvert tækifæri.
Árið 2006 varði ég þremur mánuðum við köfun við strendur Thailands til að ná PADI köfunarmeistararéttindum (e. Dive Master). Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir mikilvægi stjórnaðrar öndunar. Ég leitast sífellt við að bæta við mig kunnáttu í ýmiskonar öndunartækni, t.a.m. Wim Hof, Buteyko, Soma o.fl."

Viltu bóka tíma í fyrirlestur eða einkatíma? Hafðu samband á brglndyoga@gmail.com