Rótarstöðin – jarðtenging, orka, ástríða og eðlishvöt

Rótarstöðin (Mooladhara Chakra) er fyrsta orkustöðin sem mig langar að biðja þig að veita athygli. Litur hennar er rauður. Þú jarðtengist í gegnum þessa stöð og hún hefur áhrif á almenna orku, ástríðu, eðlishvöt og sjálfsbjargarviðleitni hjá þér.

Hún hefur sterk áhrif á þarma, meltingu, ónæmiskerfi og æxlunarfæri þín. Þegar rótarstöðin er í jafnvægi starfa líffærin þín sem þessi orkustöð kemur inn á eðlilega og þú finnur fyrir góðri jarðtengingu og innri ró. Þú verður uppfull af góðri orku og munt eiga auðvelt með að tjá þig, verður einbeitt og afkastasöm.

Þegar rótarstöðin er ofvirk muntu eiga það jafnvel til að vera reið, árásagjörn og pirruð. Minnstu smáatriði geta reitt þig til reiði og oft fylgja einkenni eins og stjórnsemi, valdafíkn og græðgi þeirri líðan.

Andstæður birtast sterkar þegar rótarstöðin er ekki nægilega opin og þar af leiðandi vanvirk. Í slíkum tilfellum munt þú hafa tilhneigingu til að vera afar óörugg, óskipulögð og koma litlu í verk. Fólk með vanvirka rótarstöð upplifir gjarnan mikinn kvíða, hræðslu og er oft ekki í tengslum við raunveruleikann.

Allar helstu sjö orkustöðvarnar eru mikilvægar. Rótar – orkustöðin þín beinir orku inn á allar hinar orkustöðvarnar og tengir þig þannig við efnisheiminn. 

Um höfund

Ellý Ármanns
Ellý ÁrmannsListamaður, einkaþjálfari, flotþerapisti & spákona
Spádómar, málverk, einkatímar og svo margt fleira - flæði og gleði - sjá Vellidan.com