Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um bókanir í tíma hjá þjónustuaðilum sem eru kynntir á Hugljomun.is. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum/bókun og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.

Seljandi er Ljóseind ehf kt. 620211-0870. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning.

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) með virðisaukaskatti 24% og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Allar upplýsingar sem varða kaup í gegnum bókunarkerfi á Hugljomun.is eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og eru eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer berast ekki seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

Öruggar greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Dalpay (dalpay.is).

Seljandi er Ljóseind ehf, kt. 620211-0870, Ármúla 29, 108 Reykjavík
Vsknr. 107353.

Ljóseind ehf er ábyrgðaraðili á móttöku og sölu bókana í gegnum bókunarkerfi, en viðkomandi þjónustuaðili (sem tími er bókaður hjá hverju sinni) er ábyrgur fyrir veittri þjónustu þess tíma sem er bókaður. Hver og einn þjónustuaðili fær greiðslu til sín fyrir hvern og einn tíma sem er bókaður hjá honum (og greiddur) við regluleg uppgjör hjá Ljóseind ehf. eftir því sem uppgjör eiga sér stað reglulega frá Dalpay.

Ef breyta þarf tíma bókunar skal kaupandi hafa samband beint við viðkomandi þjónustuaðila, eftir þeim leiðum sem hver og einn þjónustuaðili gefur til kynna á kynningarsíðu sinni á hugljomun.is.

Öllum þjónustuaðilum ber að fara eftir siðareglum síns fags.

Upplýsingar sem koma fram í greinum birtum á hugljomun.is eru algjörlega á ábyrgð höfundar viðkomandi greinar (sem tekin er fram undir hverri grein). Annað efni er á ábyrgð aðstandendum hugljomunl.is – með fyrirvara um villur eða upplýsingar sem vantar hverju sinni.

Ef tími hjá þjónustuaðila fellur niður vegna veikinda eða annarra óhjákvæmilegra forfalla skal finna annan hentugan tíma í staðinn.

Greiðsla fyrir bókaðan tíma fæst ekki endurgreidd nema þjónustuaðila reynist óhjákvæmilegt að fella niður tímann, og ekki reynist unnt að finna annan tíma í staðinn.

Ef kaupandi er ekki fyllilega ánægður með tíma hjá þjónustuaðila þarf hann tjá sig um það við viðkomandi þjónustuaðila varðandi hvernig það skal útkljáð, þar sem aðstandendur hugljomun.is taka ekki ábyrgð á þjónustu hvers þjónustuaðila, að öðru leyti en að hver þjónustuaðili veiti sína þjónustu af alúð, fagmennsku og eftir sinni bestu getu. Ef einhver verður uppvís að einhverju öðru skal tilkynna það til aðstandenda hugljomun.is til að hægt sé að meta hvort hætt verði að kynna viðkomandi þjónustuaðila á hugljomun.is því er að sjálfsögðu ekki áhugi að bendla þjónust hugljomun.is við annað en fagmennsku og góða þjónustu.

Endurgreiðslur eru ekki í boði nema í ljós komi að þjónustuaðili hafi ekki veitt sína þjónustu skv siðareglum fags síns eða sbr það sem kemur fram hér að ofan.