VÆNTINGAR

Í dag er nýr dagur með nýjum væntingum og vonum.
Hvað var það fyrsta sem þér datt í hug þegar þú vaknaðir í morgunn?

Hefur þú prófað að byrja hvern dag á því að þakka fyrir allt hið góða sem þú hefur í lífi þínu?
Þú hefur vafalítið svo ótal margt að þakka fyrir.  Þú þarft ekki að telja allt mögulegt upp heldur getur þú slakað eins vel á og þú getur og kallað svo fram innilega þakklætistilfinningu sem þú lifir þig inn í af innileik.

Hvaða væntingar hefur þú til dagsins í dag? Farðu yfir þær í huganum.

Ef þú hafðir engar sérstakar væntingar, veltu því þá aðeins fyrir þér hvernig þú vilt helst að dagurinn þróist hjá þér. Veldu eitthvað jákvætt – og raunhæft.

Hvernig myndi þér líða við það? Hvernig væri tilfinningin að upplifa þá þróun? Er eitthvað sem þú getur gert til að hafa áhrif á að mál þróist á þann veg?

Þú berð jú ábyrgð á að vinna að eigin ánægju og vellíðan – en það þarf þó að vera með þeim formerkjum að aðrir beri ekki skaða af heldur frekar að það verði öðrum einnig til góðs.

Nefndu eitthvað fernt sem þú getur gert til að gera daginn sem ánægjulegastan?

________________
________________
________________
________________

Hvað er mikilvægast?  __________________

Hvenær gerir þú eitthvað í þeim málum? Núna á eftir?

 

MARKMIÐ

Hver eru helstu markmiðin þín þessa dagana?

Hvað þarftu að gera í dag til að færast örlítið nær markmiðunum þínum?

Það er óþarfi að nema staðar við draumana, en þá er líka nauðsynlegt að framkvæma.

Það þarf ekki að vera eins erfitt og þér virðist í fyrstu.

Þetta er aðallega spurning um að byrja – já og svo að halda áfram.

Gangi þér vel!

Blómstraðu í einkalífi og starfi! – þú getur það líka!

Með bestu kveðju
Jóna Björg Sætran, M.Ed., kennari, markþjálfi, HAM
www.coach.is
coach@coach.is

Mynd: Jared Erondu hjá Unsplash

Höfundur

Jóna Björg Sætran
Jóna Björg Sætran
M.Ed., kennari, ICF markþjálfi, HAM
- starfar við markþjálfun, hugræna atferlismeðferð, námstækni, samtalsmeðferðir, fyrirlestra, kennslu og námskeiðahald.
» Nánari upplýsingar og tímabókanir
  • 8 Posts
  • 0 Comments
M.Ed., kennari, ICF markþjálfi, HAM - starfar við markþjálfun, hugræna atferlismeðferð, námstækni, samtalsmeðferðir, fyrirlestra, kennslu og námskeiðahald. » Nánari upplýsingar og tímabókanir