Hvað er í rauninni að halda aftur af okkur frá því að vera við sjálf, til að vera og gera það sem hugur okkar kallar okkur til, að lifa í sátt og samlyndi með fjölskyldu okkar og vinum?

Af hverju eiga svo mörg okkar í vandamáli með að haga okkur í samræmi við það sem við finnum raunverulega innan frá okkur sjálfum? Hvað er það sem heldur okkur niðri? Hverjir eru steinarnir í götunni sem hindra veg okkar til heilbrigðari lífstíls? Hvaða ytri áhrif er það sem hafa svona mikil áhrif á líf okkar og í raun stjórna okkur með alls konar mismunandi áreitum og atvikum sem draga okkur niður, andlega og líkamlega?

 

Þinn faldi kraftur hið innra

Er það mögulegt að við séum bara að sætta okkur við hvað sem sent er til okkar frá umhverfi okkar, orsakað af atvikum í lífi okkar sem við eigum í einhverjum erfiðleikum með að eiga við?

Er það mögulegt að okkur finnist okkur hreinlega vanta innri kjarkinn til að standa uppi á móti þessum atriðum sem okkur líður ekki vel með? Vantar okkur innri styrkleikann? Vantar okkur hugrekkið? Þurfum við meira öryggi? Vantar lífs-baráttu-viljann  sem myndi sjálfkrafa ryðja sér braut í gegnum hvaða hindrun sem er á vegi okkar, ef honum væri beitt á réttan hátt? Vantar okkur orkuna til að framkvæma, til að beina lífi okkar með krafti okkur með velfarnað okkar sjálfra að leiðarljósi, með okkur sjálf við stýrið?  Eða þurfum við bara að komast upp úr þægindasviðinu og ná að taka skrefið fram á við, og hafa þannig fyrir því að láta óskir okkar verða að veruleika? Að vera þú sjálf/ur.

Allir fæðast með réttinn til að vera þeir sjálfir.  Þú líka.

Þú veist eflaust um marga í kringum þig sem þér finnst vera alveg blindir eða ómeðvitaðir um heildarmyndina í lífi sínu. Þetta fólk (sem við höfum eflaust flest verið sjálf hluti af einhvern tímann á lífsleiðinni) virðist alveg grandlaust um það hvert það er að stefna í lífinu, markmið sín, eða hvað það vill í raun fá út úr lífinu. Það eina sem virðist komast að er sama mynstrið sem endurtekur sig á hverjum degi; vakna á morgnana, borða, fara til vinnu, koma heim, borða, horfa á sjónvarpið, fara að sofa, vakna svo daginn eftir og endurtaka ferlið aftur og aftur, og virðist hvergi koma huganum að hvert það stefnir í lífinu.  Auðvitað er akkúrat ekkert að því að borða, sofa og hafa gaman af alls konar afþreygingu oþh. en ef þetta eru einu atriðin sem komast að í huga fólks dagsdaglega, er hætt við því að það sé að festast í endalausum endurtekningum svipað og í færibandavinnu sem undir stjórn einhvers annars.

Fólk þarf að leyfa sér að uppgötva sjálft sig, hvað það stendur fyrir, hvað það hefur áhuga á, og hvað það vill fá út úr lífinu. Jafnvel velta fyrir sér af hverju erum við komin hingað?

Með þvi að lifa í sátt og samlyndi samkvæmt sínu eigin hjarta, að hlusta á sjálfa/n sig, og leyfa sér að vera maður sjálfur, þá eru góðar líkur á að maður sjálfkrafa byrji að uppgötva og finna sinn eigin innri frið og kærleik.

Tryggjum okkur nútíð og framtíð okkar. Verum við sjálf. Það gerir það enginn fyrir okkur.

Þekktu sjálfa/n þig.

Vertu þú sjálf/ur.

Mynd: Jon Ly hjá Unsplash

Höfundur

Hjalti Freyr Kristinsson
Hjalti Freyr Kristinsson
Markþjálfari IFC, dáleiðslutæknir Dip.CH., heilsunuddari FÍHN og kerfisfræðingur.
» Nánari upplýsingar og tímabókanir
  • 3 Posts
  • 0 Comments
Markþjálfari IFC, dáleiðslutæknir Dip.CH., heilsunuddari FÍHN og kerfisfræðingur. » Nánari upplýsingar og tímabókanir